Næstkomandi laugardag, 17. maí verður haldinn í sendiráðinu okkar í Shinagawa mikilvægur fundur um náttúruhamfarir á stór-Tókýósvæðinu.
Starfsmenn slökkviliðsins í Minato-ku munu kenna okkur rétt viðbrögð í slíkum aðstæðum og sendiráðsstarfsmenn munu kynna fyrir okkur þeirra hlutverk.
Eins konar "jarðskjálftahermir" verður á svæðinu og munum við fá tækifæri til að æfa viðbrögðin í honum. Mætið því í góðum skóm.
Að loknum náttúruhamfarafundinum mun örstuttur aðalfundur FÍJ haldinn. Sendiráðið mun bjóða upp á léttar veitingar.
Fjörmiklum Íslendingum gefst svo kostur á að halda skemmtuninni áfram að loknum herlegheitunum.
Mæting er klukkan 13:00 í sendiráð Íslands í Tókýó.
Heimilisfang: 4-18-26, Takanawa, Minato-ku, Tokyo 108-0074
Sími: +81 (03) 3447-1944
Hlökkum til að sjá ykkur öll :)
Stjórnin fagra.
föstudagur, 16. maí 2008
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)