fimmtudagur, 20. september 2007
Verum ekki fúlegg! Tilkynnum okkur i sendiráðið!
Sendiráðið íslenska í Tokyo óskar eftir upplýsingum. Minnum á að nýjir íslendingar í Japan skulið vinsamlegast senda sínar upplýsingar (heimilisfang, netfang, símanúmer, viðveru) til sendiráðsins íslenska í Tokyo á netfang icemb.tokyo at utn.stjr.is. Einnig þeir sem breytt hafa nýlega einhverjum af þessum upplýsingum, t.d. flutt, eru vinsamlegast beðnir um að uppfæra. Þetta er meðal annars gert til öryggisráðstafana þannig að það er mikilvægt að allir séu með!
Takk.
sunnudagur, 22. júlí 2007
17 Juni
Sautjándi júní var haldinn hátíðlegur á þaki sendiráðs íslands í Tokyo. Það var boðið upp á grillmat og meðlæti, og eitthvað var um harðfiskinn líka. Minnstu íslendingarnir fengu einnig þjóðlega konbíní frostpinna. Vel var mætt og undir lok var fólk farið að keppast um hver hafði brunnið mest í sólarblíðunni. En myndir segja meira en orð. Guðný tók eftirfarandi myndir.
mánudagur, 16. júlí 2007
Forferð 2006 - Izu Hanto
Vorferð FÍJ þetta árið var farin til Izu-Hanto, skaga rétt suð-vestan Tókýó. Gist var á vesturströnd Izu, í bænum Dougashima. Landslagið er gullfallegt og ekki skýjakljúf að sjá - þrátt fyrir að við vorum ekki komin nema nokkrum klukkutímum út fyrir stórborgina.
Hópurinn var þéttur og við skemmtum okkur konunglega.
Kátir ferðafélagar fóru í bátsferð og skoðuðu brimsorfna kletta.
Við vörðum svo nóttinni á tjaldstæði, grilluðum og héldum vöku fyrir mótórhljólatöffurunum í næsta tjaldi.
Góð ferð - stórkostlegur félagsskapur :)
Hópurinn var þéttur og við skemmtum okkur konunglega.
Kátir ferðafélagar fóru í bátsferð og skoðuðu brimsorfna kletta.
Lítið sætt klettaonsen tók svo á móti okkur í sérlega góðu veðri.
Hressir FÍJ-meðlimir fóru svo í gönguferð og hörkuspennandi "fleyta-kerlingum"-keppni
Við vörðum svo nóttinni á tjaldstæði, grilluðum og héldum vöku fyrir mótórhljólatöffurunum í næsta tjaldi.
Góð ferð - stórkostlegur félagsskapur :)
fimmtudagur, 19. apríl 2007
Alþingiskosningar 2007
Kjósum eða frjósum!
Utankjörfundaratkvæðagreiðsla er hafin í sendiráðinu fyrir þá sem hafa kosningarétt fyrir alþingiskosningarnar 12. maí. Þeir sem vilja nýta rétt sinn og kjósa í sendiráðinu geta gert það á opnunartíma alla virka daga frá 9 -17. Mikilvægt er að kjósendur hafi með sér skilríki þegar þeir koma á kjörfund.
Benedikt Höskuldsson, sendifulltrúi sér um kosningamál. Vefpóstur: bh@mfa.is
miðvikudagur, 4. apríl 2007
Páskaguðþjónusta 2007
Sunnudaginn 15. apríl verður haldin páskaguðþjónustu fyrir Norðurlandabúa í Tókýó. Hún hefst klukkan 16:00 í danska sendiráðinu og verður gestum boðið að þiggja kaffi.
Þið getið æft dönskuna með því að lesa eftirfarandi:
Þið getið æft dönskuna með því að lesa eftirfarandi:
Ef þið ofanvert er of óskýrt til að lesa af netinu getið þið nálgast frekari upplýsingar á heimasíðu íslenska sendiráðsins í Tókýó, www.iceland.org/jp/islenska.
föstudagur, 23. febrúar 2007
Aðalfundur
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)